139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:28]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Oddnýju Harðardóttur fyrir ræðu hennar og tek undir með henni um að það ríki lausnamiðað andrúmsloft í fjárlaganefnd sem er vel. Ég tel reyndar að við eyðum allt of miklum tíma í að velta okkur upp úr forminu og hvernig málum er háttað þegar þau eru lögð fyrir fjárlaganefnd og kannski tímaleysið sem mönnum er boðið upp á þar.

Ég tek undir áhyggjur sjálfstæðismanna af hagvextinum og vandkvæðum við að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Ég vil hins vegar vekja athygli því að það átti að gjörbylta velferðarkerfinu eða heilbrigðiskerfinu í fjárlagafrumvarpinu en nú á að taka þessa þessa lækkun eða breytinguna á þremur árum að mér virðist. Mig langar til að spyrja hv. (Forseti hringir.) formann fjárlaganefndar út í það og hvort hún sé sammála mér um að fara þurfi fram úttekt og umræða áður en sú breyting (Forseti hringir.) á sér stað.