139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:49]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ég fagna þeirri tillögu sem hér er lögð fram. Ég var bæjarstjóri á Ísafirði þegar flóðin féllu á Súðavík og Flateyri og í kjölfar þeirra var ráðist í að stofna þennan sjóð með þeim hætti að leggja álögur á hvert einasta heimili í landinu. Þeir fjármunir safnast upp í þessum ofanflóðasjóði. Þessum fjármunum var ekki ætlað að bíða. Þetta var gjörð sem var samþykkt og staðfest til að verja fólk.

Árlegir vextir af innstæðunni eins og hún er núna nema áætlaðri fjárveitingu. Í sjóðnum eru 7 milljarðar kr. Þeir eiga ekki að bíða eftir því að eitthvað gerist. Það á að nota þetta fé og ég fagna þessari breytingu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)