139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:53]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að spyrja hv. þingmann, formann fjárlaganefndar, um afdrif Keilis í þessum tillögum meiri hlutans. Við sjáum hér í tillögunum að niðurskurður til Keilis er minnkaður um heilar 3,8 milljónir og 18,8 milljónir koma til viðbótar vegna tæknináms. Nú veit hv. þm. Oddný Harðardóttir eins vel og ég, við áttum fínan fund með hæstv. menntamálaráðherra og forsvarsmönnum skólans þar sem gefið var sterklega til kynna að á þessu yrði tekið við 3. umr. fjárlaga og við mundum mætast einhvers staðar á miðri leið, það var alla vega óskin. Miðja leiðin var á milli 100 og 200 milljóna ef mig (Forseti hringir.) ekki misminnir. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort til standi að bæta úr þessu (Forseti hringir.) og hvort hún geti skýrt þessa niðurstöðu.