139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég hef áður sagt úr þessum ræðustól eru áform um að breyta vinnulagi í fjárlaganefnd. Ég fullyrði það hér að hver einasti nefndarmaður er tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til þess að breyta vinnulaginu. Það voru starfandi tveir starfshópar og strax í janúar munum við endurvekja starf þeirra. Við höfum ekki unnið í þeim starfshópum einfaldlega vegna anna við fjárlagafrumvarpið. Þessir tveir starfshópar fjalla annars vegar um safnliðina og hins vegar um aðkomu Alþingis að gerð fjárlagafrumvarpa og ekki síst um framkvæmd fjárlaga.

Varðandi vegaáformin tel ég að það að fara út í aðgerðirnar hafi verið nokkuð vel rætt hér. Hins vegar varðandi (Forseti hringir.) gjaldtökuna og veggjöldin og hvernig þau eru útfærð tel ég að við þurfum að fara betur yfir.