139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

rannsókn á Íbúðalánasjóði.

22. mál
[14:57]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Öll erum við talsmenn friðarins og í þessu máli hefur verið reynt að miðla málum á milli breytingartillagna sem fram hafa komið við þessa þingsályktunartillögu um rannsókn á Íbúðalánasjóði. Í því skyni vil ég lesa upp eftirfarandi yfirlýsingu:

Það er sameiginlegur skilningur allsherjarnefndar og flutningsmanna þingsályktunar um rannsókn á Íbúðalánasjóði að þegar til rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð verði til stofnað með lögum eigi hún að rannsaka sjóðinn frá stofnun hans árið 1999. Eitt af þeim atriðum sem nefndinni verði gert að skoða er ástæða þess að sjóðurinn var stofnaður með samruna Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna.