139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

rannsókn á Íbúðalánasjóði.

22. mál
[14:58]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í ljósi þess sem hv. þm. Róbert Marshall las upp um samkomulag í allsherjarnefnd um rannsókn á Íbúðalánasjóði hef ég ákveðið að draga breytingartillögu mína til baka. Ég var eini aðilinn í allsherjarnefnd sem gerði athugasemdir við þá tillögu sem fram var komin í nefndinni og lagði til því fram sjálfstæða breytingartillögu. Ég dreg þá tillögu til baka í ljósi þess að tillit hefur verið tekið til sjónarmiða minna og þingmanna Framsóknarflokksins og að rannsókn sú sem boðuð er á Íbúðalánasjóði verði skoðuð í víðu samhengi en ekki einblínt á afmörkuð ár eins og boðað var. Ég geng sátt frá þessu borði og treysti því að þessu samkomulagi verði fylgt eftir.