139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[12:43]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hafði skilið það svo að þetta ætti ekki að vera í umræðunni í atkvæðagreiðslu en ég vakti til k. 3 í nótt til að bíða eftir að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir kæmi til að ræða frumvarpið (Gripið fram í.) og ég ætla ekki að eyða tíma okkar í að endurtaka það sem ég sagði áðan. Ég skýrði það vel að þetta er endurnýjun á bókun við samning sem við byrjuðum á árið 1994 og það eru engin útgjöld hækkuð samkvæmt þessum samningi frá því sem verið hefur.