139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

samkeppnislög.

131. mál
[18:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stundum skil ég ekki alveg tilganginn með orðræðunni hér og því samtali sem fer fram í þessum sal. Ég átta mig ekki alveg á hvað skattalöggjöfin hefur akkúrat með þetta að gera en ég vil hins vegar benda á að það er til eitthvað sem heitir skattrannsóknir og við getum bara kallað þetta samkeppnisrannsóknir. (BÁ: Já, um brot á skattalögum.)