139. löggjafarþing — 65. fundur,  26. jan. 2011.

fundarstjórn.

[14:40]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Ég stend hér upp til að gera athugasemdir við orð sem féllu í umræðunni áðan. Fram kom gagnmerk skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis í vor, henni fylgdi 8. bindi þar sem stjórnmálamenning á Íslandi var talin vanþroskuð, umræðumenning var gagnrýnd og fleira. Alþingi samþykkt þessa niðurstöðu með 63 atkvæðum. Mér finnst, frú forseti, aðfinnsluvert þegar hv. þingmaður stendur hér upp og ásakar tölvudeild Alþingis fyrir að hylma yfir í ákveðnu máli sem ég ætla ekki að gera að umtalsefni.

Mér finnst þetta aðfinnsluvert, ég harma það. Við verðum að læra af 8. bindinu og bæta okkur í þessum efnum.