139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[11:35]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, það er rétt að túlka lög um kosningar þröngt og gæta að því að hér fari fram leynilegar lýðræðislegar kosningar. Við eigum ekki að gefa neinn afslátt á því. En við gefum náttúrlega ekki heldur afslátt á skynsemi okkar og eigin dómgreind og við leyfum okkur að ræða hlutina á þeim forsendum.

Það hefur komið fram í úrskurði Hæstaréttar að brotalamir voru í lagasmíðinni, við þurfum að taka á því, og í framkvæmdinni, við þurfum að taka á því. Við eigum að sjálfsögðu ekki að gefa neinn afslátt. En núna eigum við fyrst og fremst að ræða málin opinskátt og horfa til allra þeirra aðila sem hafa komið að lagasetningunni og framkvæmdinni. Svo leyfi ég mér líka að beina því til okkar allra að við ræðum lögin sem Hæstiréttur (Forseti hringir.) úrskurðar samkvæmt og þær forsendur sem hann gefur sér.