139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[12:31]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kalla eftir skýrari svörum. Vissulega segja menn að málið sé alvarlegt en samt ekki svo alvarlegt, heyrist mér. Er ekki alvarleiki brotsins gagnvart öllum íslenskum kjósendum, gagnvart öllum íslenskum þegnum sem alast upp í landinu, slíkur að hann eyði þeirri ímynd að hér sé traust lýðræðisríki, að ekki sé minnsti vafi um að hér fari fram leynilegar kosningar? Telur formaður allsherjarnefndar brotið gegn kjósendum og gegn íslensku þjóðinni ekki slíkt að menn íhugi hvort ekki sé rétt að kjósa til Alþingis að nýju frekar en að kjósa nýtt stjórnlagaþing?