139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[12:49]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég get tekið undir með þingmanninum um að við verðum að leysa skuldavanda heimilanna. Mér finnst það verkefni ekki byrjað, það er nú bara mín skoðun. Og atvinnumálin hafa líka setið á hakanum. Þar þurfum við nýja og ferska hugsun og við eigum að leyfa okkur að hugsa út fyrir rammann.

Nú vil ég bara spyrja beint: Vill Framsóknarflokkurinn þetta stjórnlagaþing — já eða nei?