139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[11:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Fyrst það síðastnefnda. Við síðustu afgreiðslu á samningi 2 30. desember 2009 lagði ég einmitt fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér þætti það mjög eðlilegt. Mér þætti það eðlilegasti hlutur í heimi fyrst þjóðin hafnaði þessu. Þá á hún líka að fá að taka afstöðu til málsins áður en það verður endanlega afgreitt. Ég held að þingheimur ætti að fara í það.

Varðandi ríkisaðstoð, að sjálfsögðu máttum við aldrei gera þennan samning. Að sjálfsögðu máttu Bretar aldrei krefjast þess að íslenskir skattgreiðendur færu að grípa inn í innlánstryggingarkerfið því að það er andstætt öllum reglum. Það var einmitt það sem ég sagði í byrjun ræðu minnar. Ástandið er svo undarlegt í þessum alþjóðasamskiptum að lög og reglur (Forseti hringir.) og réttlæti og sanngirni hverfa, þar gildir bara hnefarétturinn.