139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

fundarstjórn.

[16:39]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Til að upplýsa „þetta mál“ get ég sagt frá því að við þingflokksformenn sátum fund með forseta nú um eða upp úr kl. fjögur. Það hafði reyndar staðið til að boða þann fund, að halda fund með okkur síðdegis, og þar var ýmislegt rætt, m.a. utandagskrárumræða sem fer á dagskrá á morgun og dagskrá morgundagsins. Einnig var haft orð á orðbragði í ræðustól og gerðar athugasemdir við málflutning ráðherra, ekki hæstv. umhverfisráðherra heldur hæstv. fjármálaráðherra.

Það er nú ekki aðalefnið heldur, eins og fram kom í máli hv. þm. Marðar Árnasonar, verður sett umræða utan dagskrár á morgun um þennan tiltekna dóm og hann má þá ræða hér undir þeim lið.