139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[14:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs um fundarstjórn forseta vegna þess að hv. þm. Róbert Marshall mátti vart mæla þegar ég leyfði mér að kalla fram í fyrir honum úr þingsal. Það hafa reyndar aðrir þingmenn gert líka sem og þingmenn meiri hlutans, en látum það liggja á milli hluta.

Ástæðan fyrir því að ég kallaði fram í var sú að þingmaðurinn fullyrti að það væru þingmenn stjórnarandstöðunnar sem væru sífellt að krefjast þess að menn segðu af sér. Vegna þess að hann minntist á landskjörstjórn í máli sínu vil ég taka sérstaklega fram (Forseti hringir.) að það var þingmaður Samfylkingarinnar, hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson, (Forseti hringir.) sem kom opinberlega fram og krafðist þess að landskjörstjórn segði af sér. Þetta átti því ekki bara (Forseti hringir.) við um þingmenn stjórnarandstöðunnar, (Forseti hringir.) og það vildi ég leiðrétta.