139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[15:35]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það með hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur að upp er komin svolítið kúnstug staða þegar hv. þingmenn styðja það ekki að þeirra eigin tillaga nái fram að ganga hér í þinginu eða komi fram. Ég tek hins vegar eftir því að formenn þingflokka stjórnarflokkanna eru nú farnir að munstra sig upp í það að reyna að koma í veg fyrir að tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu komi til umræðu og teljist þingtækar. Ég vil því í fullri vinsemd benda hv. þm. Þór Saari á það að ef tillaga hans er vanbúin hefur hann öll tækifæri til að gera á henni breytingar og leggja fram, áður en 3. umr. lýkur, eftir atvikum aðra tillögu sem telst óumdeilanlega þingtæk.