139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

fundarstjórn.

[15:40]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að taka undir með hv. þm. Birgi Ármannssyni. Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi úrskurður hæstv. forseta um það hvort sú breytingartillaga sem við veittum afbrigði fyrir hér áðan um þjóðaratkvæðagreiðslur sé þingtæk eða ekki áður en umræðan hefst. Að öðrum kosti tel ég einfaldlega ekki hægt að hefja þessa umræðu vegna þess að þá eru menn í óvissu um það hvaða tillögur eru raunverulega til umræðu og hverjar ekki. Ég óska eftir því að hæstv. forseti kveði úr um þetta og kveði upp úrskurð áður en hin efnislega umræða um frumvarpið og þær breytingartillögur sem liggja fyrir hefst.