139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

fundarstjórn.

[15:42]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég styð þá tillögu sem upp er komin um að ræðutími verði lengdur.

Varðandi það hvort breytingartillaga sú sem liggur fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu sé tæk til afgreiðslu eða ekki þá er hún það. Samkvæmt breytingartillögunni er verið að setja aukaákvæði inn í 1. gr. sem hljóðar svo:

„Fjármálaráðherra er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að staðfesta með undirritun samninga …“

Hér er verið að leggja til að þetta þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði komi inn í lögin þar sem um það er að ræða að fjármálaráðherra þurfi að undirrita samninga, þetta er ekki bein breyting á lögunum sjálfum.