139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[13:44]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er komið að atkvæðagreiðslu um það hvort veita eigi fjármálaráðherra heimild til að undirrita samkomulag við Breta og Hollendinga. Ásættanlegar lyktir þessa á margan hátt flókna máls eru loks í sjónmáli, máls sem hefur fengið einhverja þá mestu og ítarlegustu umræðu allra þingmála.

Ég þakka hv. þingmönnum fyrir málefnalegu umræðu. Ég þakka félögum mínum í fjárlaganefnd fyrir gott samstarf og góða vinnu og starfsmönnum nefndasviðs fyrir þeirra framlag. Öllum þeim fjölmörgu aðilum sem unnið hafa skýrslur, greiningar og umsagnir eru færðar sérstakar þakkir.