139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[16:21]
Horfa

Flm. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er alsiða að Alþingi samþykki að fela ýmist ríkisstjórn, ráðherrum eða eins og hér er gert ráð fyrir forseta Alþingis að vinna tiltekið verk og þá að höfðu samráði við tiltekna aðila. Nú háttar auðvitað svo til eins og hv. þm. Kristján Þór Júlíusson þekkir að forsætisnefnd er ekki eiginleg starfsnefnd þingsins þar sem greidd eru atkvæði og menn skiptast í meiri og minni hluta heldur er hún samráðsvettvangur. Ég sé fyrir mér að ef eitthvað kæmi upp á við skipan þeirra einstaklinga sem hér er gerð tillaga um yrði það mál leyst á þeim vettvangi eins og önnur mál hafa verið og verða leyst á vettvangi forsætisnefndar og forseta sem lúta að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Við skulum ekki gleyma því að það var þingið sem tók það mál inn til þingsins frá forsætisráðherra með (Forseti hringir.) lögum nr. 90/2010.