139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

hagkvæmniathugun á flutningi Landhelgisgæslunnar.

[10:51]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Þetta er hreint með ólíkindum. Þetta er stefna ríkisstjórnarinnar sem hefur auglýst á tyllidögum að hún setji Suðurnesin í forgang. Suðurnesin í forgang, segir ríkisstjórnin, heldur fundi um borð í víkingaskipum og blæs í lúðra.

Hæstv. ráðherra til upprifjunar fól ríkisstjórnin honum það verkefni að láta kanna hagkvæmnina og sú athugun skyldi liggja fyrir fyrir 1. febrúar. Það er ekki nema von að það hafi tafist vegna þess að 1. febrúar var ekki byrjað á þessari vinnu. Og þá er ekki nema von að henni hafi ekki verið lokið þá. Þá var 15. mars dagsetningin. Núna er 17. mars og það er óboðlegt, virðulegi forseti, að hér komi hæstv. ráðherra sem augljóslega veit ekkert hvar málið er statt og segir að þetta liggi allt saman fyrir fljótlega.

Þetta er ekki hægt. Núna þarf þessi ríkisstjórn að fara að taka ákvarðanir. Besta ákvörðunin væri náttúrlega sú (Forseti hringir.) að segja sig frá völdum og láta kjósa. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) [Kliður í þingsal.]