139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:20]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það ríkir eftirvænting í salnum [Hlátrasköll í þingsal.] en það sem ég ætlaði að segja var að síðustu 10–15 mínútur hafa fært mér sönnur um að traust til Alþingis er eitthvað í námunda við léttvínsprósentuna (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.) á þessu stigi. Umræður um fundarstjórn forseta af því tagi sem þeir stunda, hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson og félagar hans, eru einmitt það sem þjóðin fær að vita um störf Alþingis, auk þess ágæta hálftíma sem ágætur þingmaður sem nú er fjarstaddur, því miður, hefur kallað hálftíma hálfvitanna og er hér stundaður mjög vendilega fjórum sinnum í viku með þeim [Kliður í þingsal.] árangri sem sést í skoðanakönnunum um traustið á Alþingi. Ég held að við ættum að fara að hætta þessu, fara að koma okkur að verki og sýna þjóðinni að við erum hér í alvöru. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Hver sagði heyr?)