139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:30]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég styð tillöguna og vil minna á að mikið er talað um að virða þrískiptingu valds. Segja má að í fyrsta skipti í sögunni búum við við alvöruþrískiptingu valds vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur við völd á þinginu, í ríkisstjórn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) [ Hlátur í þingsal. ] Það er á engan hátt verið að brjóta lög með þessari tillögu og ... (Gripið fram í.) — Afar yfirborðskenndur eins og pólitík ykkar. En má ég fá að tjá mig? (MÁ: Tryggvi Þór ætlar að tjá sig núna.) Tryggvi Þór ætlar að koma og tjá sig aftur. Það hefur ekkert í þessari tillögu … (Gripið fram í.) Það er ekki hægt að fá að tala hérna og ég er búinn með tímann. En ég vil gefa Sjálfstæðisflokknum orðið því að hann vill fá að skrifa stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki samkvæmt hv. þm. Bjarni Ben. að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu (Forseti hringir.) um tillögur stjórnlagaráðs (Forseti hringir.) varðandi breytingu á stjórnarskrá. (Forseti hringir.) Skammarlegt.