139. löggjafarþing — 102. fundur,  29. mars 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[19:44]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta viðskn. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Forseti. Það kemur kannski ekki á óvart, en við þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson erum nokkuð sammála um þetta, þetta gengur ekki upp. Ef við ímyndum okkur að þetta frumvarp sem hér er lagt til af þessum svokallaða meiri hluta viðskiptanefndar verði að lögum og minnsti sparisjóðurinn á Íslandi falli eftir nokkur ár er hugsanlegt að þessi sjóður geti gripið þann pínulitla sparisjóð. Bankakerfið okkar byggir ekki á pínulitlum sparisjóðum, það byggir á þremur allt of stórum bönkum þar sem er gríðarleg áhætta. 40% lána eru „non-performing loans“, sem sagt lán sem ekki er verið að greiða af. Fólk fær endurútreikninga á lánunum sínum sem eru gjörsamlega út í hött og margir hugsa e.t.v. um að hætta að greiða af þeim. Ég get ekki séð að þessi sjóður sem hér er lagt til að verði stofnaður eða ný deild geti nokkurn tímann þjónað íslensku bankakerfi. Raunar kom það fram í nefndinni.