139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

áfengislög.

705. mál
[18:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ágæta ræðu um skaðsemi áfengis og ég get tekið undir það. Mig langar hins vegar til að spyrja hann að því hvernig menn ætli að bregðast við auglýsingum sem koma á netinu. Nú geta menn fundið út, t.d. ef menn fara inn á einhverjar síður erlendis, að ef viðkomandi er með endinguna is í léni sínu eða nafni geta þeir sett á hann auglýsingar um áfengi erlendis frá. Hvernig sér hæstv. ráðherra að menn bregðist við þeim vanda?

Svo er það önnur spurning: Hefur áfengisneysla minnkað eftir að sett var inn í lög bann við áfengisauglýsingum?