139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:12]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Áður en atkvæðagreiðslan hefst vill forseti taka fram að óskað hefur verið eftir því að atkvæði verði greidd sérstaklega um hvora málsgrein tillögugreinarinnar. Það er venja að verða við slíkri ósk, enda sé þeim áskilnaði fullnægt að hvor hluti tillögunnar gæti staðið sjálfstætt.

Óskað hefur verið eftir því að nafnakall verði viðhaft við fyrri atkvæðagreiðsluna.