139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:41]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Nú, einu ári eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem upplýsti um aðkomu stjórnmálamanna að hruninu, er eðlilegt að almenningur í landinu fái tækifæri til að velja sér fulltrúa á Alþingi að nýju. Nú, einu ári eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem leiddi í ljós hver aðkoma fjórflokksins að hruninu var, eiga almennir flokksmenn allra stjórnmálaflokka á Íslandi að fá tækifæri til að endurmeta forustufólk sitt og þingmenn sína.

Það þing sem hér situr mun ekki hjálpa þjóðinni frá hruninu. Það hefur sýnt sig og það verður svo. Þess vegna styð ég þessa tillögu, segi já við vantrausti á þessa ríkisstjórn og styð það að hér verði kosningar.