139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég legg til og mæli með að forusta ríkisstjórnarinnar segi af sér nú þegar. Ég stend frammi fyrir því að ef ég sit hjá er ég að styðja við fólkið í stafninum sem ég ber ekki traust til og ég samþykki því vantraust á forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ég kalla eftir utanþingsstjórn uns við höfum tryggt stjórnarskrárbreytingar og raunverulega skjaldborg um heimilin í landinu.

Ég segi já.