139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

707. mál
[12:09]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Því er til að svara að þeir aðilar sem hann taldi upp fengu frumvarpið til umsagnar og komu svör frá velflestum þeirra, þó ekki öllum, en engin sem snerust um andstöðu við þessi áform enda telja flestir að það horfi til bóta í þessu umhverfi að nálgast þessi mál af meiri fagmennsku og metnaði en við höfum gert. Við höfum að vísu gert hluta af þessu með öðrum hætti en að setja það inn í löggjöf en menn hafa sammælst um að það fari betur á því að hafa þessi mál inni í löggjöfinni.