139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fullgilding Árósasamningsins.

708. mál
[14:33]
Horfa

Ósk Vilhjálmsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessar orðaskýringar, þær voru mjög nytsamlegar og áhugaverðar. Brjóstvit, genin, þetta eru mjög sterkir og áhugaverðir punktar. En ég er með smátillögu: Er ekki betra að byggja á hyggjuviti, reynslu og menntun? Við erum menntuð þjóð, við eigum fullt af sérfræðingum. Við getum lært af reynslu annarra þjóða. Ég tel að það væri farsælli kostur fyrir okkur. Afskiptasemi tel ég af hinu góða og vil endilega fá sem mesta kerfishleðslu.