139. löggjafarþing — 114. fundur,  2. maí 2011.

Vaðlaheiðargöng.

655. mál
[15:50]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hæstv. innanríkisráðherra sagði áðan að vegtollurinn mundi ráðast af umferðinni. En hver er skoðun hæstv. innanríkisráðherra á því ef hugmyndin gengur einhverra hluta vegna ekki upp, þessi frábæra einkaframkvæmdarhugmynd, ef það þarf að hækka veggjöldin mjög mikið og umferðin fellur niður? Ef hugmyndin gengur ekki upp, mun þá ekki ábyrgðin lenda hjá ríkinu?

Á sínum tíma var alltaf talað um að lífeyrissjóðirnir mundu fjármagna þessar vegaframkvæmdir og nú langar mig að biðja hæstv. innanríkisráðherra að upplýsa um hina raunverulegu ástæðu fyrir því að lífeyrissjóðirnir féllu frá því að fjármagna hugmyndina. Var það vegna þess að arðsemiskrafan var of há eða var viðskiptamódelið ekki nógu gott að þeirra mati? Hver var hin raunverulega ástæða fyrir því að lífeyrissjóðirnir (KLM: … háir vextir.) (Forseti hringir.) féllu frá því að fjármagna þessa frábæru hugmynd, einkaframkvæmd hæstv. innanríkisráðherra?