139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[15:05]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (U) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg ljóst að Alþingi ber að kjósa sína nýju fulltrúa í landsdóm fyrir 11. maí. Ég geri ráð fyrir að það verði á dagskrá þingsins áður en sá dagur rennur upp. (Gripið fram í.) Þeir dómendur sem þá verða kosnir munu taka við hugsanlegum nýjum landsdómsmálum ef til kemur, svo það sé alveg á hreinu. Það lá sem sé fyrir í innanríkisráðuneytinu, í október að ég hygg án þess að ég hafi reiður á því enda kom frumvarpið fram í nóvember og ég var þá ekki á þinginu. Það kom til 1. umr. Þeirri umræðu var ekki lokið. Ég kom síðan að málinu eftir að ég settist inn á þing aftur og leitaði eftir því að 1. gr. yrði að lögum. Ég leitaði samkomulags við fulltrúa allra flokka í saksóknarnefndinni. Það tókst ekki. Því var brugðið á það ráð að flytja það frumvarp sem ég hef nú mælt fyrir.