139. löggjafarþing — 116. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:05]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður vitnar í skýrslu eða drög að ályktun hinnar sameiginlegu þingmannanefndar Evrópusambandsins og Alþingis Íslendinga, að þar komi þetta fram sem hv. þingmaður nefndi. Mér finnst alveg fráleitt að þessir aðilar séu að álykta um það á gildishlaðinn hátt hvað sé gott og hvað sé slæmt í breytingum á íslenskri stjórnsýslu, alveg fráleitt. Við breytum okkar stjórnsýslu á okkar eigin forsendum og á eigin gildum en ekki á gildum Evrópusambandsins. Ég tek undir með hv. þingmanni að það er alveg fráleitt að Evrópusambandið eða það ferli sem þar er í gangi eigi að hafa einhverja skírskotun eða koma að eða leggja mat á stjórnsýslubreytingar hér á landi. Ekki skiptum við okkur af stjórnsýslunni í Brussel þó að veitti kannski ekki af. [Hlátur í þingsal.]