139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður segist hafa verið settur í nefnd til að gæta að góðri lögfræði í þessu máli og ég vil spyrja hann hvort hann telji það vera góða lögfræði að breyta þessum lögum eftir að Alþingi var búið að ákæra. Af hverju í ósköpunum var það ekki gert áður?

Hv. þingmaður situr á Alþingi og getur hvenær sem er komið með lagabreytingar. Hann sem lögfræðingur hlýtur að átta sig á því að það stóð til að ákæra ráðherra fyrir landsdómi og hann hlýtur að átta sig á þeirri veilu í landsdómslögunum þar sem segir í raun að það þurfi að skipta um hest í miðri á eins og landsdómslögin eru enn þá. Af hverju í ósköpunum kom hann ekki með frumvarp um að breyta þessu í þá veru?

Varðandi réttláta dómsmeðferð, hvað telur hv. þingmaður að Mannréttindadómstóllinn og fleiri …? (Forseti hringir.) Ég mun koma að því í síðara andsvari.