139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[17:53]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Má sem sagt túlka svar hv. þingmanns sem svo að hann viti ekki hverjir af þessum fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins hafi komið að vinnslu málsins? Nú hefur hv. þingmaður fært fyrir því ágætisrök að þetta geti haft ýmislegt með umsóknina um aðild að Evrópusambandinu að gera og þá veltir maður því fyrir sér hvort einhverjir aðilar þaðan hafi komið að þeirri miklu undirbúningsvinnu sem hæstv. forsætisráðherra fór hér yfir. Ef þetta mál tengist Evrópusambandsumsókninni, eins og hv. þingmaður rökstuddi hér áðan, og mikil vinna var lögð í undirbúninginn, er þá ekki eðlilegt að álykta að einhverjir fulltrúar frá Evrópusambandinu hafi komið þar að? Er þá hugsanlegt að þetta mál hafi verið unnið í sameiningu af hæstv. forsætisráðherra, fulltrúum ESB og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra?