139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:05]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef bara ekki hugmynd um hvort ég er herra A í því málsskjali sem við erum að fjalla um. En þau ummæli sem ég fór með áðan úr ræðustól þingsins hef ég farið með áður og við þau stend ég vegna þess að þau voru sögð hér á göngunum. Það er auðvitað ekki drengilegt að kannast ekki við það sem maður hefur sagt eða gert, það er ekki drengilegt, og það getur hver lagt mat á í hvers anda þau ummæli eru höfð og hver meining þeirra er. Það getur hver maður sagt sér sjálfur.