139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[15:30]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr svör og mættu margir aðrir ráðherrar taka hann sér til fyrirmyndar.

Ég vil þá spyrja: Hvað mælir gegn því að við klárum viðræðurnar á svipuðum tíma og Svíar og Finnar? Það er ekkert sem mælir gegn því og ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við klárum þetta ferli og fáum nei-ið hjá þjóðinni sem allra, allra fyrst.

Ég heyrði líka hjá hæstv. ráðherra, sem olli mér miklum áhyggjum þegar hann fór yfir það hversu Evrópusambandið væri stórkostlegt, að núna gætum við ekki haft nein áhrif á þær tilskipanir sem kæmu frá ESB. Hæstv. ráðherra veit manna best að við höfum haft mikið um það að segja á fyrstu stigum þar sem hægt er að breyta sem mest. Er það svo að hæstv. ríkisstjórn vinni ekki samkvæmt þeim tækjum sem við höfum og höfum haft í EES-samningnum núna? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að hafa engin áhrif á gerðir ESB?