139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[16:09]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil hv. þingmann þannig að hann geti ekki sagt fyrir um það hvort það verði fyrir eða eftir kosningar. Ég ann honum þess alveg að hafa bollaleggingar um þetta án þess að hann fullyrði eitt eða neitt. Það er að minnsta kosti ljóst að ef kynningarferlið, sem mig minnir að hv. þingmaður hafi talað um að gæti tekið allt að einu ári, tekur heilt ár, 12 mánuði, fer mjög að styttast í þeim tíma sem menn hafa ljúki þeir ekki viðræðunum næsta vor. Við gerum öll ráð fyrir því að kosið verði fyrir mitt ár 2013 og samkvæmt því eru menn úti á tíma ef ekki er búið að ljúka viðræðunum um mitt næsta ár.

Eins og hæstv. utanríkisráðherra hefur talað heyrist mér að embættismenn og ráðuneytið geri frekar ráð fyrir því að það muni taka allt næsta ár (Forseti hringir.) að ljúka viðræðunum, að minnsta kosti.