139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[20:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður er þar með að segja að hæstv. utanríkisráðherra hafi ekki farið rétt með þegar hann sagði að þjóðin hefði síðasta orðið um ESB. Það er ekki þjóðin sem hefur síðasta orðið um ESB eftir því sem ég skil orð hv. þingmanns. Alþingi Íslendinga hefur síðasta orðið um ESB og þarf ekki að taka tillit til þjóðaratkvæðagreiðslu og má það í rauninni ekki samkvæmt stjórnarskránni sem segir að þingmenn séu „eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum“. Ég er hræddur um að hæstv. utanríkisráðherra þurfi að leiðrétta sitt mál og fullyrðingu um að þjóðin hafi síðasta orðið um ESB. Hún greiðir hugsanlega atkvæði um samninginn en það hefur ekkert að segja.