139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára.

334. mál
[11:17]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom í máli hv. þm. Péturs Blöndals snýst þessi jafnréttisáætlun að miklu leyti um það að fá mismunandi aðila til að fara að lögum. Sem hluti af löggjafarvaldinu er erfitt að setja sig upp á móti slíku jafnvel þótt þau lög sem þar liggja að baki séu manni ekki öll þóknanleg.

Eins og nýleg dæmi um jafnréttismálin sanna er kannski ekki vanþörf á að hnykkja á því við opinbera aðila, jafnvel hæstv. forsætisráðherra, að fara að lögum. Þess vegna styð ég þessa jafnréttisáætlun og vona að hún verði til þess að menn hlíti lögum frá Alþingi — hér eftir sem hingað til.