139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[13:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hefði haft þetta öðruvísi. Ég hefði gefið lífeyrissjóðunum heimild til að stunda starfsendurhæfingu og gera það bara úr eigin sjóðum. Það er þeirra hagur að þessi gífurlega skriða af nýjum öryrkjum, sem er allt að því óhuggulegt á að líta, sé einhvern veginn stöðvuð. Þess vegna hefði verið miklu skynsamlegra að gefa þeim færi á að greiða sjálfir fyrir starfsendurhæfingu og lækka þannig hjá sér örorkubyrðina. Að setja þetta í lög sem skatt á inngreiðslur og eignir þeirra tel ég mjög varasamt. Það sýnir bara hvað það er mikilvægt að velja góða leið til að standa undir ákveðinni þjónustu.