139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

fundarstjórn.

[15:06]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég held að sú umræða sem á sér stað þessa stundina um stöðu frumvarps ráðherra gagnvart stjórnarskránni sé mikilvæg. Ég verð að draga það fram að ég hygg að þetta sé einsdæmi. Mér er ekki kunnugt um að nokkurn tímann áður hafi komið inn í þing frumvarp frá ríkisstjórn þar sem einn armur framkvæmdarvaldsins, skrifstofa á vegum hæstv. fjármálaráðherra, hefur uppi alvarlegar efasemdir um að frumvarpið sem um er að ræða og er borið fram af hæstv. ríkisstjórn standist stjórnarskrána. Þetta er sögulegt og einsdæmi. Þetta er með miklum ólíkindum og hlýtur fyrir forustu þingsins, forseta þingsins og forsætisnefnd, að kalla á verulegar spurningar um það hvort þetta mál eigi erindi í umræðuna.