139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[11:58]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil aðeins víkja að þeim þætti í máli hv. þingmanns þar sem hann fjallaði um sameiginleg markaðsmál í sjávarútveginum. Ég get tekið undir að þar eigi að gera betur. Við eigum að samhæfa betur kraftana í þeim efnum. Hv. þingmaður minntist líka á fjármagn til þeirra hluta. Í frumvarpinu er einmitt lagt til að jafnframt því sem veiðigjaldið yrði hækkað, þ.e. tvöfaldað eins og þar er gert ráð fyrir, mundi það skiptast með þeim hætti að 50% rynnu í ríkissjóð, 30% til sjávarbyggðanna og 20% í sérstakan þróunar- og markaðssjóð í líkingu við það sem hv. þingmaður nefndi. Þar höfum við ekki hvað síst einmitt horft á það hvernig Norðmenn hafa gert í þeim efnum þar sem (Forseti hringir.) starfar sérstakur markaðs- og þróunarsjóður. Ég tek undir að það starf þarf að efla og (Forseti hringir.) þarna eru tillögur um hvernig megi gera það.