139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[15:04]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Vil ég fjölga skipum? spurði hv. þingmaður. Þetta er ekki umræða um það, þetta er umræða um það hvernig aflaheimildirnar sem eru undirstaða atvinnu og byggðar víða í landinu hafa runnið frá byggðarlögunum og orðið til röskunar á búsetuháttum og lífsskilyrðum þar. Þetta er spurning um það hvernig við hönnum kerfið sem gerir byggðunum kleift að lifa og dafna við þær auðlindir sem eru fram undan landsteinum hjá þeim. Þegar það gerist, eins og gerðist á Flateyri fyrir þremur eða fjórum árum, að útgerðarmaðurinn selur einn daginn allar aflaheimildirnar og þær renna út úr byggðarlaginu er orðin röskun sem er innbyggð í þetta kerfi. (TÞH: Sem er … innan fjárlaga.) Það er ekki rétt, hv. þingmaður. Þú áttar þig greinilega ekki á því hvert þessar aflaheimildir fóru. Á þessum stað er núna 46% atvinnuleysi. Ætli sambærilegar tölur um atvinnuleysi séu annars staðar í Evrópu? (Gripið fram í.)