139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[18:44]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður spyr hvort það sé frágangssök við gerð nýtingarsamninga að útgerðir hafi ekki kjarasamninga. Já, í mínum huga er það frágangssök. Mér finnst það svo sjálfsagður hlutur að allar stéttir eigi rétt á að búa við gilda kjarasamninga og ég vona að hv. þingmaður deili þeirri hugsun með mér. Landssamband smábátaeigenda er ekki með gilda kjarasamninga og ég á ekki von á öðru en að bót verði ráðin á því.