139. löggjafarþing — 141. fundur,  6. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[14:22]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hefur átt mörg samtöl við formenn þingflokka að undanförnu í því skyni að greiða fyrir því að þinglok geti orðið nokkurn veginn eins og starfsáætlun Alþingis segir til um. Af því tilefni vill forseti taka fram og lýsa því yfir að að lokinni 1. umr. um það mál sem hér er til umræðu kemur það ekki á dagskrá þingsins að nýju á þessu löggjafarþingi. Málið fer til nefndar og verður sent út til umsagnar. Nefndin kemur síðan saman í lok sumars og fer yfir innkomnar umsagnir.

Forseti vill geta þess að þegar lokið er umræðu um 3. dagskrármálið, sem er frumvarp Hreyfingarinnar um stjórn fiskveiða, verður settur nýr fundur með nýrri dagskrá sem forseti vonar að sátt verði um. Ekki er reiknað með kvöldfundi á þessum degi, heldur verða nefndafundir í kvöld. Þingfundur mun standa til kl. 20 í kvöld.