139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

tillaga um rannsókn á Icesave.

[14:02]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég tel það vel til fundið hjá hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni að brydda upp á þessu máli, sérstaklega í ljósi þess hvaða dagur er í dag. Nú eru að hefjast sýndarréttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Ef hann á að vera á sakabekk er augljóst að sumir aðrir ættu að vera þar líka. Þess vegna tel ég fullt tilefni til að taka undir umkvartanir hv. þingmanns um að rannsókn á Icesave-málinu skuli ekki vera komið á dagskrá og vil beina því til hæstv. forseta hvort hann geti ekki beitt sér í því máli.