139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[16:28]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er varla að maður kunni við að trufla samkomu í Evróputrúboðinu sem hefur farið hér fram undanfarnar mínútur.

Ég ætlaði samt að spyrja hv. þm. Helga Hjörvar spurningar sem tengist þessu og varðar yfirlýsingar sem hafa heyrst m.a. frá hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra um að þar til — svo að maður vísi til orða hans — evra verði tekin upp munum við búa við gjaldeyrishöft. Er hv. þingmaður sammála því og hvernig stemma slík sjónarmið við áætlun um afnám gjaldeyrishafta? Er það svo, að mati hv. þm. Helga Hjörvars, að gjaldeyrishöft verði óhjákvæmilega við lýði þangað til við tökum upp annan gjaldmiðil og þá hugsanlega evru?