139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[11:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er stigið nýtt skref í að koma með nýtt skipulag fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Við hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, erum með fyrirvara við frumvarpið. Við styðjum þetta í grófum dráttum en við erum á móti einstökum greinum eða þrem málsgreinum, réttara sagt. Ég greiði atkvæði fyrir sjálfan mig og í samræmi við mína sannfæringu. Ég legg ekki til við aðra þingmenn að þeir greiði atkvæði á þennan eða hinn veginn. Það eru skiptar skoðanir í mínum flokki um þetta mál og mega gjarnan vera það.