139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[10:54]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Sá þingmaður sem hér stendur er alltaf tilbúin að skoða mál og veita fresti svo framarlega sem ekki er um að ræða einhverja vitleysu, tafir og útþynningu mála, svo framarlega sem markmiðið er ekki eingöngu að setja mál í útideyfu.

Mér finnst ekki óeðlilegt að miða við ákveðna hámarksprósentueign, t.d. í krókaaflamarkinu og líka varðandi eignarhlutann almennt í kerfinu, en hvort því er frestað um tvo, þrjá mánuði er bitamunur en ekki fjár. Ég geri engan ágreining við þingmanninn um það.